Góður Bordeaux

Góður Bordeaux á góðu verði!
Vínkonan smakkaði Chateau Lamothe-Vincent Heritage 2017 sem er frábær fulltrúi nýja stíls Bordeaux. 
Vínið er 80% Merlot & 20% af blöndunni er Cabernet Sauvignon.
Það er dökkrúbínrautt, meðalbragðmikið, þurrt og þétt með góða sýru, silkimjúk tannín. Flott jafnvægi.  
Saga víngerðarinnar Lamothe-Vincent í Bordeaux nær aftur til seinni hluta 19. aldar þegar langafi núverandi stjórnenda keypti sína fyrstu landspildu til að leggja undir vínrækt og víngerð. Lykillin að gæðum og velgengni vínhússins er sá að flétta saman hefðir og verklag frá því á þar-síðustu öld, saman við nýjustu tækni og nútíma vísindi.
Til marks um metnaðinn er að við uppskeru þarf hver klasi af vínberjum að vera kominn á víngerðartank innan klukkustundar frá því hann er skorinn af vínviðnum.