Að geyma opna flösku

Hversu lengi endist opinn vínflaska?

Kannist þið við að hafa átt hálftóma Rauðvínsflösku og muna ekki alveg hvenær flaskan var opnuð? Ættirðu að hella því niður eða sötra á því við næsta Netlix hámhorf?

Spurning sem vínkonan fær oft er hversu lengi má geyma opnar vínflöskur. Stutta svarið er „Það fer eftir tegund vínsins“. Alltaf skal passa að setja tappan aftur í því súrefni er versti óvinur vínsins. Vínflaska sem hefur verið opnuð gæti hafa breytt um bragð en það er allt í lagi að neyta þess. Mæli með að smakka það og ef þér finnst bragðið í lagi þá má drekka það!

•Búbblur eins og Kampavín, Cava og Prosecco hafa stystan líftíma. Um leið og það hefur verið opnað byrjar það að verða flatt.

•Hvítvín með lágt sýruhlutfall getur geymst í þrjá til fjóra daga. Sýruríkari vín geta geymst í allt að fimm daga í kæli.

•Rauðvín eins og Pinot Noir með lágt tannín geta geymst í tvo til þrjá daga. Á meðan tannínrík vín geta geymst í allt að fimm daga eftir opnun.SKÁL!